Sanngjarnt?

Við teljum okkur vera að gera rétt með því að hampa björgunarsveitum sem ösla veðurofsann og binda niður alls kyns fjúkandi dótarí. Hvað ef dæmið er lagt upp svona: atvinnurekandi tímir ekki að borga sínum eigin mönnum fyrir að tryggja fok á sínu svæði, heldur hringir inn tilkynningu að dót sé að fjúka og lætur björgunarsveitina binda niður draslið fyrir sig? Frítt.  Ef 350 manns sem hafa unnið 8 klst sl sólarhring (afar líklegt og að lágmarki) myndu rukka 5000 kr á tímann væri dagurinn 14 milljónir.  Hvað þarf þetta fólk að leggja á sig í happadrættis-, flugelda- og jólatrjáasölu til að fá inn þessar 14 milljónir? NB þar sem það selur sig sjálft, stendur við búðarkassann í frítímanum... útkallið hins vegar getur komið á vinnutíma og er ekki alltaf greitt af vinnuveitanda...  Athugið að hér er undanskilinn bílakostnaður í útkallinu oþh... 

...segjum að ég reki byggingarfyrirtæki og bindi niður mitt drasl sjálf.  Hins vegar vinnur hjá mér maður sem er í björgunarsveit. Hversu ánægð er ég með að hann fari og bindi niður drasl samkeppnisaðilans hér að ofan - gjaldfrjálst? Ekki mjög.

Ég hvet björgunarsveitir og styrktaraðila hennar að hefja skilgreiningu og gjaldtöku á þeim tilvikum þar sem fólk ber augljósa ábyrgð á að tryggja að eigur þess fjúki ekki um allar trissur.  Eða t.d. að rukka fólk sem fer yfir Hellisheiði þegar búið er að loka en þarfnast síðan aðstoðar.  Eða fólk sem fer á hættusvæði (t.d. hjá eldgosum) þegar búið er að loka svæðinu og gefa út viðvaranir um að halda sig fjarri - en síðan þarf að bjarga þessu sama fólki.

Ekki aðeins er kostnaður í útkalli, heldur er um að ræða okkar eigið fólk sem hættir lífi og limum með gjaldfrjálsri fjarveru sinni í verstu veðrum/aðstæðum.  Það er erfitt að styðja slíka flónsku ef ekki er um neyðartilfelli að ræða og í raun alls ekki hægt ef tilfellið skapast af viljandi misnotkun og/eða vanvirðingu við reglur.

Persónulega neita ég að styrkja björgunarsveitir fyrr en þær hafa skapað sér reglur og umgjörð sem valda því að þær geti fengið tekjur af þeim útköllum þar sem um misnotkun er að ræða.  Annað er bara bull og vanvirðing við okkur sjálf.


mbl.is „Ég tel útköllin í hundruðum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Sigríður Hrund Pétursdóttir

Höfundur

Sigríður Hrund Pétursdóttir
Sigríður Hrund Pétursdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband